Bylgja fishtail
Bylgja logo
Gæði

Sem matvælaframleiðandi axlar Fiskiðjan Bylgja hf þá ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum, að afurðir fiskiðjunnar séu undantekningalaust sjálfbærar og ferskar við frystingu. Að framleiðsla okkar uppfylli ströngustu kröfur matvælaiðnaðarins og sjávarafurðir okkar séu þær bestu, sem verslunarkeðjur og veitingahús geta boðið upp á.
   Að ábyrgjast efndir þeirra loforða krefst nákvæmra vinnubragða, sem tryggja öryggi hráefnisins í öllu ferlinu úr sjó og upp á disk neytandans. Gæðastjórnun gegnir lykilhlutverki í þessu ferli og hefur Fiskiðjan Bylgja  hf á undanförnum árum valið leið gæðastjórnunar við gæðaeftirlit og gæðaöryggi og byggt upp eigið gæðakerfi í því skyni.
   Fiskiðjan Bylgja kaupir einungis fisk sem veiddur er á sjálfbæran hátt samkvæmt skilmálum Ábyrgra fiskveiða Íslendinga. Einungis með efnd loforða okkar um gæðafisk, sem rekjanlegur er frá borði neytendans til sjálbærra fiskveiða við strendur Íslands, mun nafn okkar og velgengni vaxa. 

 

Cod

fiskar

Sjálfbær, ferskur, frosinn fiskur frá hreinustu og auðugustu fiskmiðum heims

English (United Kingdom)Icelandic(IS)Svenska (Sverige)
Gæðakerfi Fiskiðjunnar Bylgju hf
Unnið hefur verið að uppfærslu á gæðakerfi fyrirtækisins með það að markmiði að styrkja starfsemina og fyrirtækið enn betur á mörkuðum erlendis. Kröfur frá kaupendum fiskjar frá Íslandi og einnig frá stórmörkuðum og verslunarkeðjum sem bjóða íslenskan fisk á mörkuðum erlendis hafa aukist og Fiskiðjan Bylgja hf vill mæta þeim með öruggri framleiðslu.

   Við uppfærslu gæðakerfisins var stuðst við BRC gæðastaðal (British Retail Consortium, Global standard for food safety) en sá staðall tekur mið af framleiðslunni í víðu samhengi. Verkefnið var unnið í samvinnu við Centrum HACCP en fyrirtækið veitir sérfræðiráðgjöf á þessu sviði. Áður hafði Fiskiðjan Bylgja hf innleitt vinnubrögð samkvæmt HACCP stöðlum FAO um hreinlæti og örugg vinnubrögð í matvælaiðnaði.
   Vinnan við uppfærslu gæðakerfisins hefur verið lærdómsrík og skilað fyrirtækinu margvíslegum ávinningi. Meiri og betri yfirsýn er yfir starfsemina og þá lykilþætti er nýtast til markvissari innkaupa og framleiðslustjórnunar. Framar öllu hefur þjálfun starfsmanna leitt til öruggra vinnubragða, sem tryggir að afurðir okkar standa undir háum eftirvæntingum viðskiptavina fyrirtækisins.

Fiskidjan Bylgja hf verkar, frystir og flytur út yfir 15 fiskitegundur. Hér fyrir neðan er listi yfir helstu afurðir okkar:

Nokkrar fiskitegundir

Steinbítur
Lúða
Ýsa
Karfi
Langa
Skötuselur
Tindaskata
Rauðspretta
Langlúra
Ufsi
Þorskur
Lýsa
Sandkoli

rflogo