Bylgja fishtail
Bylgja logo
Afurðir og þjónusta

Frá upphafi hefur Fiskiðjan Bylgja lagt áherslu á nýtingu tegunda eins og t.d. tindabikkju, ýsu og flatfisk af ýmsum gerðum. Þegar eldri hluti núverandi húsnæðis var byggður árið 1985 störfuðu 20 - 25 manns við vinnsluna og jókst þá vinnsla á flatfiski og var langlúra orðin lykilafurð um miðjan tíunda áratuginn. En konungur hafsins í kringum Ísland er þorskurinn. Mest ber þess vegna á þorski í afurðum fyrirtækisins til viðskiptavina erlendis. Á eftir þorski kemur flatfiskur og skötuselur og aðrar tegundir fylgja síðan þar á eftir.
   Stór hluti framleiðslunnar fer til kaupenda á Benelux svæðinu í Mið-Evrópu. Þar eru frystar afurðir okkar að hluta til unnar áfram í neytendapakkningar til verslunarkeðja og stórmarkaða. Hluti fer beint til veitingahúsa. Á Norðurlöndum t.d. í Svíþjóð fer hluti framleiðslunnar til matvælaverslana, hluti er keyrður út beint til neytenda og hluti fer til veitingahúsa.

    
products1

 

Products and services

English (United Kingdom)Icelandic(IS)Svenska (Sverige)

Sjálfbær - ferskur - frystur 

Sem aðili að Sjávarrannsóknarsetri Breiðafjarðar, sem rannsakar lífríki sjávar í þeim tilgangi að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna, mun Fiskiðjan Bylgja beita sér fyrir nýjungum og aukinni nýtingu sjávarfanga í framtíðinni og tryggja neytendum fyrsta flokks sjálfbæran ferskan fisk frá hreinustu og auðugustu fiskmiðum heims.

Fiskidjan Bylgja hf verkar, frystir og flytur út yfir 15 fiskitegundur. Hér fyrir neðan er listi yfir helstu afurðir okkar:

Nokkrar fiskitegundir

Steinbítur
Lúða
Ýsa
Karfi
Langa
Skötuselur
Tindaskata
Rauðspretta
Langlúra
Ufsi
Þorskur
Lýsa
Sandkoli

rflogo