Bylgja fishtail
Bylgja logo
Um okkur

Á Snæfellsnesi við strendur gjöfulla fiskmiða Breiðafjarðar er Ólafsvík, þar sem Ívar Baldvinsson stofnaði Fiskiðjuna Bylgju í beitningaskúr árið 1977. Ívar hóf einn að vinna tegundir, sem áður hafði ekki verið hirt nægilega um s.s. tindabikkju og ýsu. Hagsýni Ívars á nýtingu sjávarfanga urðu fljótt að atvinnugrein, sem í dag skapar tæplega 50 störf en sem mest hafa 70 starfsmenn starfað hjá fyrirtækinu.
   Virðing Ívars og annarra íbúa við lífríki náttúrunnar til lands og sjávar hefur leitt til alþjóðlegra umhverfisviðurkenninga fyrir Snæfellsnes á borð við EarthCheck. Það er engin tilviljun, að Fiskiðjan Bylgja byggir afkomu sína á sjálfbærni í matvælaframleiðslu, Sjávarrannsóknarsetrið VÖR er eitt af mörgum verkefnum, sem fyrirtækið er frumkvöðull að.
   Árið 1991 urðu þáttaskil í rekstri Fiskiðjunnar Bylgju, þegar samstarf við Pieters Visbedrijf N.V. í Belgíu hófst. Gilbert Pieters eigandi Pieters hitti Ívar Baldvinsson árið 1974, þegar hann var að leita að ferskum fiski frá Íslandi og var það upphafið að góðri samvinnu um sjálfbærar, ferskar sjávarafurðir til neytenda Mið-Evrópu.
   Árið 1997 lét Ívar af störfum og sonur hans Baldvin Leifur Ívarsson tók við rekstri fyrirtækisins. Árið 1998 seldi Gilbert Pieters fyrirtæki sitt og í dag heitir það Marine Harvest Pieters N.V.

aboutus1

 

About us

English (United Kingdom)Icelandic(IS)Svenska (Sverige)
  • BRC vottun

    Fiskiðjan Bylgja í Ólafsvík hefur fengið vottun á gæðakerfi sitt samkvæmt BRC staðli. Undanfarna mánuði hefur farið fram vinna við uppfærslu á gæðakerfi fyrirtækisins með ...


  • Fiskiðjan Bylgja hf tekur upp nýtt merki fyrir gæði framleiðslunnar

    Lengi vel var blá skata notuð sem merki fyrirtækisins og auðkenni fyrir afurðir fiskiðjunnar. Með vaxandi útflutningi, fjárfestingu í betri tækjabúnaði og gæðastjórnun, kom grundvöllur að hönnun nýs merkis, sem samtímis sýnir uppruna hráefnisins, þ.e.a.s Ísland.
       Mikilvægt er fyrir viðskiptavini fyrirtækisins að geta rakið uppruna þess fisks, ...


Fiskidjan Bylgja hf verkar, frystir og flytur út yfir 15 fiskitegundur. Hér fyrir neðan er listi yfir helstu afurðir okkar:

Nokkrar fiskitegundir

Steinbítur
Lúða
Ýsa
Karfi
Langa
Skötuselur
Tindaskata
Rauðspretta
Langlúra
Ufsi
Þorskur
Lýsa
Sandkoli

rflogo