Bylgja fishtail
Bylgja logo
Velkomin á vef Fiskiðjunnar Bylgju hf

Daglega berst fiskur frá fiskmörkuðum landsmanna til Fiskiðjunnar Bylgju hf og yfir 15 fiskitegundir eru verkaðar hér í Ólafsvík, frystar og seldar áfram til neytenda erlendis í Evrópu og á Norðurlöndum.
   Fiskiðjan Bylgja hf er aðili að Ábyrgum fiskveiðum og þeirri fiskveiðistefnu Íslendinga, sem vakið hefur athygli erlendis og þykir til fyrirmyndar vegna verndunar fiskistofna við Ísland. 
   Þessi sjónarmið eru einnig samhljóma vaxandi kröfum neytenda, sem vilja nýta matarkistu samfélagsins á sjálbæran hátt, þannig að lífríki náttúrunnar verði ekki raskað. 
   Á heimavelli tekur fyrirtækið virkan þátt í og styður frumherjaverkefni í matvælaiðnaði eins og til dæmis Mat úr héraði fyrir Vesturland og Act Cool með Færeyingum og Grænlendingum.
   Markmið Fiskiðjunnar Bylgju hf er að tryggja viðskiptavinum fyrirtækisins ferskan, frystan fisk, sem fenginn er með ábyrgum og sjálfbærum fiskveiðum. 
home1
 

 

Cod

fiskar

Sjálfbær, ferskur, frosinn fiskur frá hreinustu og auðugustu fiskmiðum heims

English (United Kingdom)Icelandic(IS)Svenska (Sverige)
  • BRC vottun

    Fiskiðjan Bylgja í Ólafsvík hefur fengið vottun á gæðakerfi sitt samkvæmt BRC staðli. Undanfarna mánuði hefur farið fram vinna við uppfærslu á gæðakerfi fyrirtækisins með ...


  • Fiskiðjan Bylgja hf tekur upp nýtt merki fyrir gæði framleiðslunnar

    Lengi vel var blá skata notuð sem merki fyrirtækisins og auðkenni fyrir afurðir fiskiðjunnar. Með vaxandi útflutningi, fjárfestingu í betri tækjabúnaði og gæðastjórnun, kom grundvöllur að hönnun nýs merkis, sem samtímis sýnir uppruna hráefnisins, þ.e.a.s Ísland.
       Mikilvægt er fyrir viðskiptavini fyrirtækisins að geta rakið uppruna þess fisks, ...


Fiskidjan Bylgja hf verkar, frystir og flytur út yfir 15 fiskitegundur. Hér fyrir neðan er listi yfir helstu afurðir okkar:

Nokkrar fiskitegundir

Steinbítur
Lúða
Ýsa
Karfi
Langa
Skötuselur
Tindaskata
Rauðspretta
Langlúra
Ufsi
Þorskur
Lýsa
Sandkoli

rflogo